Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja leggja heilsársveg um Kjöl og lögðu í dag fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórninni verði falið að kanna hagkvæmni þess. Þess er óskað að ríkisstjórnin skili Alþingi skýrslu um málið fyrir 1. apríl.
↧