Þrjú hús á Kambastíg á Sauðárkróki voru rýmd í dag vegna snjóflóðahættu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Sauðárkróki er stór snjóhengja fyrir ofan húsin og er óttast að hún geti fallið.
↧