Töluvert hefur dregið úr vindi á Vestfjarðakjálkanum frá því í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu er lítil ofankoma á Vestfjörðum en talsverður skafrenningur og kóf. Hið sama má segja um Norðurland vestra.
↧