Víðtækasta rafmagnsleysi á landinu um árabil var helsti fylgifiskur ofsaveðursins sem gekk yfir landið um helgina. Björgunarsveitir Landsbjargar sinntu fjölda minni verkefna; helst í Húnavatnssýslum, á norðanverðum Vestfjörðum og á Snæfellsnesi.
↧