Eldur kviknaði út frá eldamennsku í litlu timburhúsi á Ísafirði í gærkvöldi. Húsráðandi hafði náð að slökkva eldinn með handslökkvitæki áður en slökkviliðið kom á vettvang, en þá var orðinn talsverður reykur i húsinu, sem liðið ræsti út.
↧