Ferðir Herjólfs milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar á morgun, aðfangadag, hafa verið felldar niður. Þetta er gert í samræmi við viðvörun Veðurstofu Íslands og þá veðurspá sem liggur fyrir. Gert er ráð fyrir stormi á landinu og því ekkert ferðaveður.
↧