Sautján laxar komu á land í Norðurá og Blöndu í morgun en laxveiðitímabilið hófst formlega í dag með opnun þessarra tveggja áa. Fyrsta lax dagsins var landað í Norðurá klukkan 7.22 eða þegar rétt um 22 mínútur voru liðnar af laxveiðisumrinu.
↧