Lögreglan á Selfossi stöðvaði ökumann upp úr miðnætti, eftir að bíll hans hafði mælst á 130 kílómetra hraða í Þrengslunum. Sektin við bortinu nemur 70 þúsund krónum, en þar sem hann greiddi sektina á staðnum fékk hann afslátt og greiddi 52,500 krónur.
↧