Tilkynnt var um fjögur innbrot í höfuðborginni í dag. Þar á meðal var brotist inn í listagallerí við Smiðjustíg í Reykjavík. Þar var brotin rúða í kjallara en engu var stolið. Nágranni kom að innbrotsaðila og forðaði hann sér af vettvangi.
↧