Fá úrræði eru fyrir börn og unglinga hér á landi sem fremja alvarleg afbrot, eins og tilraun til manndráps, annað en afplánun á meðferðarheimili. Yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild segir að koma þurfi upp öryggisvistun sem hæfir ungmennum.
↧