Fjármálaráðherra hefur skipað starfshóp til að vinna að því að allar fjárhagsupplýsingar ríkisins verði birtar á vefnum. Fyrstu gögnin birtust á vefnum í gær. Ráðherra segir alla eiga að geta flett því upp hvernig ráðherrar fara með ríkisfé.
↧