Snjókarlinn Frosti á Ráðhústorgi á Akureyri hefur tekið gleði sína á ný því nefið hans, sem hvarf á dögunum, er fundið. Ekki nóg með það því annað nef sem hvarf af honum fyrr í vikunni fannst einnig og hafði því verið dröslað til Dalvíkur.
↧