Búið er að opna veginn inn í Þórsmörk samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Verið er að kanna ástand hálendisvega og nú þegar er allur akstur bannaður á hálendisvegum norðan Vatnajökuls og á nyrðri hluta Dettifossvegar vegna aurbleytu.
↧