Lögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af karlmanni um þrítugt sem grunur lék á að væri með ólögleg efni í fórum sínum. Að fengnum dómsúrskurði fór lögregla með fíkniefnahund í húsleit á heimili hans. Á heimilinu fundust meintir sterar.
↧